"Gerum hina ríku ríkari" einkunnarorð nýrrar ríkisstjórnar

 Ríkisstjórnin á að koma saman á Bessastöðum kl. 2 í dag. Það hefur ekki vantað upp á kossaflensið á milli stjórnarherrana Geirs og Ingibjargar, hvað skyldi Inga Jóna segja við þessu?Devil  Svo kemur algjört bla bla bla í stefnuyfirlýsingu flokkanna í nýju ríkisstjórninni.  Algjört innihaldslaust  húmbúkk að mínu mati.  Eins og Ingibjörg Sólrún sagði í Kastljósi í gærkvöldi þá er þessi ríkistjórn ekki mynduð um landbúnað eða sjávarútveg, hún er mynduð um velferð fólks.

Sem sé ekki fólksins sem býr við bág kjör eftir að kvóti og skip voru og eru að seljast frá Kambi á Flateyri eða fólks sem í öðrum byggðalögum hefur og er að missa allt sitt vegna kvótastefnu Sjálfstæðisflokksins og vegna stórkostlegrar eignaupptöku fólks á landsbyggðinni. Skildu Einararnir að vestan vita af þessu eða eru þeir bara slegnir yfir fréttunum ?

Frábær hnitmiðuð mynd Sigmundar í MBL. í dag þar sem Einar Kristinn sjávarútvegsráðherra, sem er teiknaður sem jólasveinn, stendur uppi á kössum merktum Kambi  og fiskverkakerlingarnar og karlarnir standa og mæna upp á hann með hnífa og fiska og Einar segir

"Ég kem alveg af fjöllum eins og þið sjáið, eitt veit ég þó í minn grautarhaus, að þetta er hvorki kvótakerfinu né hagstjórninni að kenna, það hefur okkur sveinkunum verið innprentað frá barnsaldri."  Já Einar kristinn og Einar Oddur hafa aldrei vitað eða skilið eitt eða neitt sem við kemur þessu arfavitlausa kerfi, nema því hvernig á að braska með það, og gera hina ríku ríkari.

En hugsið ykkur háðungina sem þessi nýja ríkisstjórn sendir yfir fólkið í landinu.  Heilar 4 línur fyrir landbúnað og Heilar 2 og 1/2 lína fyrir sjávarútveginn í stjórnarsáttmálanum sem við kemur tveim af undirstöðuatvinnuvegum þessa lands. " Tryggja skal stöðugleika í sjávarútvegi." Hvað segir þetta okkur? Jú það á að festa kvótakerfið í sessi þannig að menn geti áfram haldið á að svindla  og ná miljörðum og miljörðum ofan af þjóðarauðnum í eigin vasa og fara með alla fjármunina úr landi, því látið ykkur ekki detta til hugar að þeir séu geymdir í bönkum hér.  Nei menn plotta með þjóðarauðin, eign okkar allra landsmanna, að eigin vild en almenningur má éta það sem úti frís.  Það eru heilar 12 línur um innflytjendamál, sem mátti ekki frekar en sjávarútvegs umræðan fara fram fyrir kosningar.  Samkvæmt nýja sáttmálanum þá meiga menn vinna fyrir einhverja hungurlús þegar þeir eru 70 ára og eldri án skerðing og þegar og ef aðstæður leifa segir þar.  Sér er nú hver ofrausnin. Ég segi ekki annað en Guð hjálpi  okkur landsmönnum með þessa ríkisstjórn hangandi yfir okkur, sem kemur til með að hugsa um sérhagsmuni ekki almannaheill.  þetta fólk er eina ferðina enn að hugsa bara um stóla.  Hvernig getum við gert hina ríku ríkari það verður  yfirskrift þessarar ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Þarna sérðu Ragnheiður mín að það er full þörf fyrir flokk eins Frjálslynda.Við þurfum að vera á vaktinni næstu fjögur árin. Það liggur fyrir

Gangi þér vel 

Grétar Pétur Geirsson, 25.5.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlega.  Hér þarf að vera virkilega á vaktinni.  Það gerir það nefnilega enginn annar, það er nokkuð ljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Ekki mun satanda á mér frekar en ykkur Grétari Pétri og Ásthildi, slagurinn er bara rétt að hefjast og ég er tilbúin í hann.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 26.5.2007 kl. 15:35

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl, mikið er ég sammála ykkur.  Það sem er að gerast á Flateyri hefur átt sér stað víða um landið.  Það er hræðilegt til þess að hugsa að 120 manns missa lífsviðurværi sitt.  Í þessari stöðu teldi ég réttast að eigendur Kambs  sýndu samkennd í verki og greiddu því fólki andvirði eigna sinna sem það hefur verið að fjárfesta í á liðnum árum en eru nú líklega verðlausar.  Hafa þessi menn enga sómatilfinningu eða samhug með öðrum.  Hvað hafa menn að gera við 2000 milljónir ég spyr.  Vita þessir aðilar ekki að líkklæðin eru ekki með vasa.  Þessir gjörningar eru hræðilegir og þeim til mikillar skammar er komu þessu kerfi á.  Þeir hljóta að vera með stöðugan sting í hjörtum sínum.  Hvernig geta þeir horft í dagsljósið þessir fégráðugu kvótagreifar fyrrverandi, núverandi og tilvonandi, ég spyr.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 26.5.2007 kl. 17:18

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Flateyri er bara toppurinn á ísjakanum, Þingeyri kom fyrir nokkrum árum og þá varaði ég við áframhaldinu, sem er því miður sennilega bara rétt að byrja, guð  hjálpi ráðamönnum þjóðarinnar, þegar holskeflan skellur yfir, það er nefnilega erfitt að kingja skömminni, þegar maður hefur haft leppa fyrir augunum, eins og dönsku hestarnir, við erum nefnilega komin aftur í tíma lénsherrana.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 26.5.2007 kl. 20:58

6 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Já auðvitað þarf að standa vaktina. En því miður finnst mér þetta farið að líkjast baráttunni hjá Don Quijotes og vini hans Sancho Panza við vindmillurnar. Vonlaust. En samt gefumst ekki upp.

Jens Sigurjónsson, 28.5.2007 kl. 01:43

7 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Við gefumst aldrei upp fyrir óréttlætinu Jens takk fyrir hvatninguna.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 28.5.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ragnheiður Ólafsdóttir

Höfundur

Ragnheiður Ólafsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir

 

Fædd á Bíldudal, alin upp í Stykkishólmi, bý á Akranesi.

Allt sem snýr að jafnrétti/ mannréttindum.

Sjávarútvegsmálum. Lífið er jú pólitík.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Við Skorradalsvatn
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, listakonan mín
  • Amma með Ragnheiði og Kristrúnu Söru og Pascal
  • S0lvi og afi Palli sem er að verða 90 ára 1. júní n.k.
  • Heiðrún Ýr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1432

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband