18.3.2009 | 18:01
Ekki til fyrirmyndar
Vinnubrögð á Alþingi eru að mínu mati ekki til fyrirmyndar, samt var mér sagt að skilvirkni hefði aukist. Ég spyr hvernig var það þá áður en reglum um vinnubrögð þingsins var breytt?
Þegar ég sat inni á Alþingi um daginn sem varaþingmaður Guðjóns Arnar Kristjánssonar, þá ofbauð mér alveg umræðan og vinnubrögðin hjá sumum alþingismönnum. Oftar en ekki sat ég ein í salnum, stundum með einum eða tveim öðrum þingmönnum og auðvitað forseta Alþingis og ræðumanni í púlti.
Þingmenn eru oftar en ekki, annarsstaðar en í sal eða á göngum eða að sinna nefndarstörfum
Alþingis,sumir jafnvel að sinna öðrum störfum en þeir eru kosnir til.
Svo í annan tíma var alveg með eindæmum vinnubrögð sjálfstæðismanna, sem kunna ekki að vera í stjórnar andstöðu. Þeir héldu sömu ræðuna um einskisnýta hluti með svolítið breyttu orðalagi og aftur og aftur mátti maður hlusta á karp þeirra og málþóf, sem þeir notuðu til
að tefja málflutning og markvissa vinnu og einmitt í því ástandi sem þjóðfélagið okkar er nú
Þá eru vinnubrögð sjálfstæðismanna til skammar
ekki málefnaleg umræða til hagsbóta fyrir land og líð heldur karp um keisarans skegg.
Þingmenn mæta illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ragnheiður Ólafsdóttir
Bloggvinir
- agny
- malacai
- polli
- ormurormur
- asgerdurjona
- thjodarsalin
- bjarnihardar
- gattin
- eirikurbergmann
- gretarmar
- gretar-petur
- sarahice
- gudjonbergmann
- gudnym
- hallgrimurg
- helgatho
- hlynurh
- maple123
- mediumlight
- ieinarsson
- jakobk
- kreppan
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- kiddip
- lydurarnason
- martagudjonsdottir
- olafiaherborg
- solir
- businessreport
- ranka
- einherji
- siggith
- sigurjonth
- saethorhelgi
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Ragnheiður.
Ekki ætla ég að standa í stælum við þig varandi Alþingi. Það er lámarkskrafa sem ég geri til þín að þú farir rétt með þegar þú fjallar um málið. Að kenna sérstaklega sjálfstæðimönnum um málþóf er bull í þér. Ég hlustaði á umræðuna undanfarið þegar fjallað var um séreignasparnað þeirra sem eiga hlut að máli.
Þá voru sjálfstæðismenn með rök fyrir sínum málflutningi, enn stjórnar sinnar vissu ekki hvað þeir voru að fjalla um.
Þér hefði verið nær að beita þér í þeim málum sem snúa að þjóðinni sem er að blæða út vegna þess að þínir félagar eru máttlausir í sinni stefnumörkun.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 18.3.2009 kl. 18:16
Sæll Jóhann!
Það hafa nú verið rædd fleiri má en séreignasparnaðurinn inni á Alþingi , á meðan ég var þar, og því miður Jóhann minn, þá hafa sjálfstæðismenn ekki riðið feitum hestum frá umræðunni undanfarið eftir að þeir komust í stjórnarandstöðu, sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Ef ég og mínir menn erum máttlausir í okkar stefnumörkun, þá hvar hafið þið sjálfstæðismenn verið fyrir þjóðina sl.18. ár?
Ég sé ekki betur en að við höfum barist á móti kvótakerfinu sem er upphaf af spillingunni sem riðið hefur yfir þjóðfélagið, eftir að veðsetning á óveiddum fiski var leifð af þínum flokki og Framsókn, þessir tveir flokkar hafa verið leiðandi og nú seinna með Samfylkingunni öll þessi ár. Hvar var formaður þinn þegar skútan var að sökkva? Hver eru bjargráð ykkar nú ? Ég hef ekki séð eða heyrt um þau.
Ég og minn flokkur eigum engan þátt í spillingunni og sóðaskapnum sem hefur fylgt í kjölfar ykkar stjórnarsetu sl. 18 ár. Ég veit ekki betur en að Guðjón Arnar hafi verið að flytja mál til bjargar heimilunum í gær en þú hefur kannski ekki orðið var við það. Eða málflutning minn til aðstoðar fyrir gamla fólkið? Loftslagsumræðu ofl ofl.
En gaman er að eiga orðastaf við þig hef ekki hitt þig síðan í Borgaraflokknum, gangi þér sem best.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 18.3.2009 kl. 18:47
Já ég held að það sjái hver maður sem vill sjá það hverslags leðjuslagur er í gangi hjá Sjálfstæðismönnum í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.