Fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, bitur og reiður.

Jón Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins sá ástæðu til þess í pistli sínum á Útvarpi Sögu nú rétt áðan að henda skít og óhróðri, að mínu mati, í sína fyrrum félaga í Frjálslynda flokknum, sem sýnir biturð hans og vonbyggði yfir að hafa gengið úr Frjálslynda flokknum, til liðs við Sjálfstæðis flokkinn sem hafnaði honum gjörsamlega í prófkjörinu nú um helgina.

Jón Magnússon sá ástæðu til að fjalla um landsþing okkar í Stykkishólmi sem fór fram á mjög góðan og gleðilegan hátt, Þar voru yfir 100 manns og fjölmargir sem komust ekki vegna veðurs sem hefðu heldur ekki komist til Reykjavíkur þó að þingið hefði verið haldið þar. 

Formaður flokksins Guðjón Arnar Kristjánsson var endurkjörin með algjörum meirihluta, það var kosin nýr varaformaður Ásgerður Jóna Flosadóttir líka með afgerandi niðurstöðu, nýr ritari var kosin.   Forysta flokksins er með algjöru nýju yfirbragði og vænti ég mikils af þessum nýju kraftmiklu einstaklingum í stjórn flokksins.

Miðstjórn flokksins var svo til algjörlega endurnýjuð, og það er meir en hægt er að segja um núverandi flokk Jóns Magnússonar. Engar breytingar sömu sauðtryggu einstaklingarnir til forystu þar.

 En Jón Magnússon gat ekki óskað nýrri forystu til hamingju, ekki heldur sinni fyrrum samstarfskonu, sem kom úr "Nýju afli", heldu reyndi hann á mjög ómerkilegan hátt, að mínu mati, að kasta rýrð á flokkinn og forystu hans sem og á landsþing okkar.

En merkilegt er að Jón Magnússon talar enn eftir stefnumálum okkar, svo hann hefur enn ekki slitið naflastrenginn, eins og ég benti honum á inni á Alþingi. Hjarta hans er með okkur, ekki Sjálfstæðis flokknum.

Verði Jóni að góðu að hafa horfið yfir til andstæðingsins "Sjálfstæðiflokksins " sem hann hefur hatast við í fjölmörg ár.  Það er alltaf leiðinlegt þegar lúserar reyna á ómaklegan hátt að fínna nýja blóraböggla til að leyna vonbyggðum sínum yfir sinni eigin fljótfærni og vitleysu.

En ég óska Jóni Magnússyni alls góðs á nýjum vettvangi hann hefur nóg að gera með að reyna að breyta Sjálfstæðisflokknum af villu síns vegar, flokknum sem með öðru kom þjóðfélaginu á hausinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Merkilegt er orðið yfir þetta allt Ragnheiður. Það var merkilegt að heyra heróp frá landsfundi þegar fréttir voru fluttar um að Jón hafi ekki komist að í prófkjöri. Það er líka merkilegt að heyra alltaf þann fögnuð flokksmanna yfir því að fólk sé hætt í flokknum. Það var líka merkilegt að heyra borgarfulltrúa ykkar úthúða fyrrum flokksfólki úr ræðustól. Þetta er allt mjög merkilegt. Gangi ykkur vel:

Rannveig H, 16.3.2009 kl. 14:08

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Merkilegt Rannveig, hvernig þið sem fóruð úr flokknum, hafið verið á blogginu og úthrópað okkur sem erum  í flokknum okkar og styðjum málefni flokksins og berjumst fyrir þau.

Það er merkilegt að sumir þeir sem fóru í burtu, létu ekki þar við sitja heldur eru allstaðar inni á blogginu með niðurrifsstarfsemi, meir að segja á meðan þeir voruð í flokknum.  Ég óska þér og Jóni alls hins besta í framtíðinni og ef að ykkur finnst það heiður að rífa flokkinn niður þá er það ykkar vandi ekki okkar.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 16.3.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Rannveig H

Ragnheiður farðu rétt með ég hef gagnrýnt flokkinn og hef alveg fullan rétt á því að blanda mér og málum Jóns saman er fráleitt ég var löngu farin úr flokknum áður en hann gekk út. En nú eru allir óæskilegir farnir svo það ætti að vera hið besta mál. En eitt ætla ég að seiga þér Ragnheiður það fer ekki neinum sem er í þessum flokk að tala um að úthróp neinn ,því sjaldan hef ég orðið vitni að jafn ógeðslegum aðförum eins og flokkssyskin þín viðhöfðu.

Þeir sem kasta skítnum fá hann yfirleitt til baka.

Rannveig H, 16.3.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Rannveig ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti hvers vegna fólk gengur í og úr flokkum, það á hver og einn við sína samvisku, einnig á hvaða forsendum,  fólk tekur slíkar ákvarðanir.  Heldur það að ef fólk sér sé ekki fært af einhverjum orsökum að starfa lengur þá finnst mér ákaflega barnalegt að halda áfram að ausa aur yfir viðkomandi flokk, flokkurinn er ekki bara ein persóna heldur fylking ólíkra einstaklinga sem betur fer eru ekki allir eins.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 16.3.2009 kl. 20:02

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það var svo sannarlega létt yfir fólki á landsþinginu.  Og umræðurnar loksins málefnalegar eftir tveggja ára erfitt tímabil.  Þetta fundu allir sem á fundinum voru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 21:14

6 Smámynd: Halla Rut

Ég óska öllum þeim er náðu kjöri á landsþingi til hamingju. Gott að þið skuluð finna friðinn saman enda ætti það að vera mun auðveldara í svo fámennum hópi er þið teljið nú.

Ekki skulu þeir vera saman er aðeins elda brenna.

Ég mun fylgjast spennt með kosningabaráttunni og hef sett mér mína eigin spádóma um úrslitin.

Halla Rut , 16.3.2009 kl. 21:28

7 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Gott Halla Rut!

og vona að þú reynist ekki sannspá því mér segir svo hugur um að þú sért með aðra  spádóma, vonir og væntingar en okkar, megi gæfan fylgja þér.  Hvað framtíðin ber í skauti sér er hennar. Hvorki mitt eða þitt

Ragnheiður Ólafsdóttir, 16.3.2009 kl. 22:05

8 Smámynd: Halla Rut

Takk fyrir það Ragnheiður og kannski er það rétt er þú segir síðast..."Hvorki mitt eða þitt". Hver veit?

Svo þú og aðrir lesendur viti þá eru mínar spár ekki hugsaðir til að gera einum gott og öðrum ekki. Ég í raun kvíði minni eigin spá um næstu kosningaúrslit því svo lítur út að þjóðin muni kjósa það yfir sig er kom henni í kaf. En hvað er annað að kjósa gætu menn sagt og þar liggur skoðun mín einnig.

Óska ég engum neitt nema gott svo lengi sem það skaði ekki aðra auðvitað.

Gangi þér vel í þínu.

Halla Rut , 16.3.2009 kl. 22:18

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ragnheiður.

Óska þér til hamingju með kjör í miðstjórn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2009 kl. 00:22

10 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Takk Guðrún María

Saknaði þín á þinginu,það var frábært að sjá breytingarnar á framvarðarsveitinni og einnig í miðstjórninni.  Þetta var samheldin og góður hópur.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 17.3.2009 kl. 10:28

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl aftur Ragnheiður.

Takk fyrir að sakna mín, en miðað við það sem á undan var gengið gagnvart mér var nærveru minnar varla óskað.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.3.2009 kl. 00:44

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælar dömur. Ágæt tjáskipti hér.

Ekki skulu þeir vera saman er aðeins elda brenna

Mig langar bara að spyrja Höllu Rut hvaðan þessi tilvitnun sé komin. Annars segi ég bara pass  kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.3.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ragnheiður Ólafsdóttir

Höfundur

Ragnheiður Ólafsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir

 

Fædd á Bíldudal, alin upp í Stykkishólmi, bý á Akranesi.

Allt sem snýr að jafnrétti/ mannréttindum.

Sjávarútvegsmálum. Lífið er jú pólitík.

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Við Skorradalsvatn
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, listakonan mín
  • Amma með Ragnheiði og Kristrúnu Söru og Pascal
  • S0lvi og afi Palli sem er að verða 90 ára 1. júní n.k.
  • Heiðrún Ýr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1332

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband