28.2.2009 | 17:24
Ég varð við áskorun stjórnar Landsambands kvenna í Frjálslyndaflokknum og frá fjölda fólks.
Ég tók þá ákvörðun að bjóða mig fram í 2. sæti á lista Frjálslynda Flokksins í Norð- Vesturkjördæmi um svipað leiti og áskorun stjórnar Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum barst mér til eyrna, hvatning þeirra sem og fjölmargra annarra sem hafa haft samband við mig, eftir að ég tók sæti á Alþingi í fjarvist formanns flokksins, Guðjóns Arnar Kristjánssonar.
Fyrir það þakka ég einlæglega alla vinsemdina og stuðninginn.
Ég er mjög þakklát formanninum fyrir að gefa mér þetta tækifæri, og til að sýna aðra vídd og breidd á flokknum okkar. Mér skilst að ég hafi staðið mig mjög vel og hafi vakið athygli fyrir ræður mínar á þessum vettvangi, og bættist þessi reynsla í safnið sem fyrir var í pólitísku starfi mínu og lífi, á yfir 30 ára ferli á ýmsum sviðum í félagsmálum og pólitík.
Ég gef kost á mér í 2. sætið bæði til að fylgja eftir stefnumálum Frjálslynd flokksins, sem eru alveg frábær og geta höfðað til allra sem vilja réttlæti í þjóðfélaginu, sem og að sýna alþjóð að reynsla kvenna innan flokksins er bæði mikil og þörf í því pólitíska litrófi sem þjóðin kallar eftir.
Þjóðin vill bæði kynin til starfa á hinu háa Alþingi.
Um bloggið
Ragnheiður Ólafsdóttir
Bloggvinir
- agny
- malacai
- polli
- ormurormur
- asgerdurjona
- thjodarsalin
- bjarnihardar
- gattin
- eirikurbergmann
- gretarmar
- gretar-petur
- sarahice
- gudjonbergmann
- gudnym
- hallgrimurg
- helgatho
- hlynurh
- maple123
- mediumlight
- ieinarsson
- jakobk
- kreppan
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- kiddip
- lydurarnason
- martagudjonsdottir
- olafiaherborg
- solir
- businessreport
- ranka
- einherji
- siggith
- sigurjonth
- saethorhelgi
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ragnheiður.
Til hamingju með þingsetuna, þú varst frábær eins og alltaf.
kær kveðja. Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.2.2009 kl. 23:42
Sæl Ragnheiður. Þú vaktir mesta aðdáun hjá mér fyrir hvað þú varst örugg með þig og naust þín í ræðustóli. Það var vissulega eftir þér tekið úti í samfélaginu og þar með flokknum okkar. Síðan ertu líka hörku skvísa. Ég óska þér alls hins besta í þínu kjöri. Baráttukveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.3.2009 kl. 23:46
Sælar stelpur takk fyrir góðar kveðjur
Ragnheiður Ólafsdóttir, 2.3.2009 kl. 09:54
Sæl, þú svo sannarlega hristir upp í heilabúum þeirra er sitja á þingi og ekki veitti af. Vonandi fáum við þig sem fyrst inn á þing aftur.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 2.3.2009 kl. 17:18
Ég er stolt af þér Ragnheiður fyrir að standa með sjálfri þér. Það er alltof fátítt að konur fari fram og berjist til forystu. Ég tek undir með vinkonum mínum hér að framan, gangi þér vel mín kæra. Við erum flottust öll sem eitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 22:15
Held áfram að standa með sjálfri mér og gera mitt besta
Takk fyrir stuðninginn
Ragnheiður Ólafsdóttir, 2.3.2009 kl. 23:14
Kæra vinkona. Þú ert frábær. Stend með þér. Hlakka svo sannarlega til að sjá þig aftur í þinginu. Gangi þér vel.
Rannveig Bjarnadóttir, 5.3.2009 kl. 02:07
Takk fyrir Rannveig mín, stuðninginn og hvatninguna. Við erum góðar saman allar stelpurnar.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 6.3.2009 kl. 10:47
Já við erum sko góðar saman allar hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.