28.5.2007 | 21:03
Af hverju þefa þeir ekki upp kvótasvindlara
Er ekki tímabært að þefa uppi kvótasvindlara og hegna þeim sem hafa stolið marg-miljörðum af þjóðinni. Ég hef ekki á móti því að fólki sé refsað ef það gerist brotlegt við lög en það er löngu tímabært að Dómsmálaráðherra kanni allt kvótasvindlið af nógu er víst að taka þar smbr. "Kompásþátturinn" þar sem Fiskistofustjóri viðurkenndi svindlið en Sjávarútvegsráðherra,þóttist ekkert vita og ætti að vera í felum, og skammast sín.
Ók undir áhrifum fíkniefna - lögregluhundur þefaði upp ólöglega vímugjafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ragnheiður Ólafsdóttir
Bloggvinir
- agny
- malacai
- polli
- ormurormur
- asgerdurjona
- thjodarsalin
- bjarnihardar
- gattin
- eirikurbergmann
- gretarmar
- gretar-petur
- sarahice
- gudjonbergmann
- gudnym
- hallgrimurg
- helgatho
- hlynurh
- maple123
- mediumlight
- ieinarsson
- jakobk
- kreppan
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- kiddip
- lydurarnason
- martagudjonsdottir
- olafiaherborg
- solir
- businessreport
- ranka
- einherji
- siggith
- sigurjonth
- saethorhelgi
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjarni minn! Þetta er sko ekki í lagi og meir en ekki í lagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við völd sl. 16 ár og við höfum haft slík undur í stóli sjávarútvegsráðherra sl. ár og ekki bætir um betur að Einar Kristinn er verðlaunaður fyrir tryggð sína við LÍÚ og peningaveldið að hann er bæði innsiglaður og innmúraður í þögn sína um kvótakerfið, það er heilagt fyrir honum og Greifunum . Skildi Geir ekki vita af þessu? eða er hann enn í kossaflensi eins og sr. Hjálmar Jónsson kvað á dögunum
Rétt var að gulltryggja grunninn
Geir fann að björninn var unninn
Enn þurfti kossa
með þvílíkum blossa
og það svona beint á munninn.
Svo vaknar vonandi Geir einn daginn og sér að sjávarútvegsráðherrann hefur algjörlega bruggðist.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:55
Já þetta er alveg með eindæmum. Og svo er þessi ráðherra að býsnast yfir öðrum. Svei því bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 21:33
Sjávarútvegsráðherra ætti að beita sér fyrir því að lögsækja ekki þá sem koma fram og viðurkenna kvótasvindl og gildir þá einu hvort um brottkast sé að ræða, yfirfærslu fisktegunda, framhjávigtun eða flokkadrátt, engin lögsókn gæti ýtt við fólki og varpað ljósi á umfangið.
LÁ
Lýður Árnason, 31.5.2007 kl. 04:00
Já ef Sjávarútvegsráðherra hefði það vit í kollinum að lögsækja ekki þá sem einhverra hluta vegna hafa neyðst til að taka þátt í svindlinu, þá kæmu málin mikið auðveldar upp á borðið og væri hægt að taka á vandanum En ég heyrði í Reyni Trausta í viðtali við Jóhann Hauksson í morgunn um kvótakerfið og þar sagði hann að innan þessa kerfis væri alltaf verið að tala um hagræðingu og hann kallaði þetta hagræðingu andskotans. Ég er nokk sammála Reyni hagræðing fyrir hvern? byggðirnar, fólkið eða hvern? "Hagræðing andskotans" skal það heita.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 31.5.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.