21.5.2007 | 21:13
Einar Oddur á stöð 2 í kvöld
Já nú er hér fyrsta bloggfærslan mín og hún kemur í kjölfar viðtals á stöð 2 við Einar Odd þingmann Vestfirðinga þar sem "Kappinn" leit varla upp og í mínum huga var eins og púkinn á fjósbitanum sem hefur verið stungið gat á og allt loft úr karli. En hann hafði þetta um málefni Flateyrar að segja að það yrði að fá rökræður frjálsra vísindamanna með líffræðilega þekkingu"það yrði að hlusta á þá, því að hann gaf til kynna að ekkert mark væri lengur takandi á Hafró, fiskunum hafi ekki fjölgað í sjónum. Friða, friða og friða en árangur enginn. Þetta voru hans orð um fiskveiðistefnuna, í mínum huga grafskrift Einars Odds yfir kvótakerfinu. Jæja loksins "batnandi manni er best að lifa" Svo kom að það þyrfti að laga fjármála- og vaxtastöðuna í landinu,breyta peningastefnunni, hann heldur sig enn við gamla drauginn "gengisfellingu" hvernig virkar það fyrir íbúana að fá gengisfellingu í ofanálag. En svo kom rúsínan í pylsuendanum, jú það þarf núna að ræða um Kvótakerfið inn á Alþingi. Af hverju sagði maðurinn það ekki fyrir kosningar. Af hverju hvatti Hinrik vinur hans og Einars Kristins alla til að kjósa x-D samt vissu þessir menn að Kambur mundi hætta og selja allt sitt. Er þessum mönnum ekkert heilagt ef þeir fá atkvæði? Þetta vissu þeir Einararnir og Sturla og meir og minna allt sjálfstæðisgengið á Ísafirð fyrir kosningar. Kompásþáttinn þar sem rætt var um miljarða svind og þjófnað út frá kvótakerfinu, af hverju mátti ekki ræða það í kostningabaráttunni, jú af því að það kom sjálfstæðismönnum illa. En Einar Oddur viðurkenndi að Hinrik Kristjánsson og fjölskylda væri að innleysa kvóta gróðan, hvort hann var fenginn með réttu eða röngu það dæma menn um en sagnir segja að hann hafi verið fengin með undanskoti og braski. Einn eða tveir miljarðar til eða frá í innlausn á fé telst vera ansi mikið fyrir venjulegt fólk. Ætli Flateyringum þyki þetta ekki ansi mikið fé þegar grunninum er kippt undan öllum íbúunum því það er ekki bara það að fólkið missi vinnuna, eignaupptaka er líka mikil fyrir hinn almenna Flateyring. Íbúarnir eiga alla samúð mína. Fölskylda mín hefur lent í því að missa vinnuna vegna sölu á skipi og kvóta úr byggðarlaginu sem sé á Vestfjörðum, það er ekki gott fyrir neinn að lenda í slíku og nú ætti Einar Oddur loks að hisja upp um sig buxurnar og stand með Frjálslyndum í að byggja upp landsbyggðina aftur og byrja á að breyta kvótakerfinu strax því allir sem vilja vita að þetta kerfi er bölvaldur byggðana.
Um bloggið
Ragnheiður Ólafsdóttir
Bloggvinir
- agny
- malacai
- polli
- ormurormur
- asgerdurjona
- thjodarsalin
- bjarnihardar
- gattin
- eirikurbergmann
- gretarmar
- gretar-petur
- sarahice
- gudjonbergmann
- gudnym
- hallgrimurg
- helgatho
- hlynurh
- maple123
- mediumlight
- ieinarsson
- jakobk
- kreppan
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- kiddip
- lydurarnason
- martagudjonsdottir
- olafiaherborg
- solir
- businessreport
- ranka
- einherji
- siggith
- sigurjonth
- saethorhelgi
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega sammála þér hér Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2007 kl. 23:35
Sæl Heiða. Góð grein hjá þér og til hamingju með að vera komin í bloggheima. Gangi þér vel.
Níels A. Ársælsson., 22.5.2007 kl. 12:33
Takk fyrir Nilli og Ásthildur ég er algjör nýgræðingur á blogginu en það mun lærast.
Ég er svo reið inn í mér yfir þessu svífirðilega kvótakerfi hvernig það hefur farið með byggðirnar og fólkið á landsbyggðinni það þarf að skera þetta kerfi algjörlega upp og hreinsa óværuna út.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 22.5.2007 kl. 13:05
Mjög góð grein hjá þér Heiða, ég er þér innilega sammála skemmtilega skrifað um hvernig Einar Oddur kom fyrir í þessum sjónvarpsþætti. Auðvitað var þetta allt ákveðið fyrir kosningar, það var bara passað að ekkert fréttist og þeir sem gengu um á Flateyri og hvöttu fólk til að kjósa D ættu að skammast sín, því er hægt að leggjast lægra en að heimsækja fjölskyldu og biðja um atkvæði til stuðnings D vitandi það að strax eftir kosningar muni viðkomandi gera allar eigur þessarar sömu fjölskyldu verðlausar. Og velkominn í okkar hóp sem eru að reyna að berjast með okkar bloggi á móti allri þessari vitleysu þú ert greinilega góður penni og hefur góða þekkingu á því sem þú ert að fjalla um. Við sem störfum í Frjálslynda flokknum munum sigra að lokum. Sá sem hefur góðan málstað til að berjast fyrir mun alltaf sigra en það er ávísun á tap að reyna að verja tóma vitleysu eins og þetta arfavitlausa kvótakerfi er og eitt á eftir að birta aðeins beðið eftir nýrri stjórn en hjá Hafró munu liggja tilbúnar tillögur um að minnka þorskveiði strax núna í júní um 25% það mátti bara ekki koma í ljós fyrr en eftir kosningar. Gangi þér vel að skrifa og haltu áfram.
Jakob Falur Kristinsson, 22.5.2007 kl. 14:42
Takk fyrir Jakob, ég hef frá fyrsta degi litið á þetta kvótakerfi sem eina þá hræðilegust misgjörð sem þjóðin hefur orðið fyrir.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 22.5.2007 kl. 15:40
Velkomin í bloggheima.
Gaman að sjá að til er fólk sem sér Einar Odd eins og hann er, ekki sem einhverja heilaga fígúru sem öllu bjargar. Hef ekki orðið var við neitt gott frá honum í pólitíkinni.
Ólafur Björn Ólafsson, 22.5.2007 kl. 21:49
Takk fyrir Ólafur Björn. Ég hef ekki séð það í gegnum tíðina heldur.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 22.5.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.