Færsluflokkur: Bloggar
18.3.2009 | 18:01
Ekki til fyrirmyndar
Vinnubrögð á Alþingi eru að mínu mati ekki til fyrirmyndar, samt var mér sagt að skilvirkni hefði aukist. Ég spyr hvernig var það þá áður en reglum um vinnubrögð þingsins var breytt?
Þegar ég sat inni á Alþingi um daginn sem varaþingmaður Guðjóns Arnar Kristjánssonar, þá ofbauð mér alveg umræðan og vinnubrögðin hjá sumum alþingismönnum. Oftar en ekki sat ég ein í salnum, stundum með einum eða tveim öðrum þingmönnum og auðvitað forseta Alþingis og ræðumanni í púlti.
Þingmenn eru oftar en ekki, annarsstaðar en í sal eða á göngum eða að sinna nefndarstörfum
Alþingis,sumir jafnvel að sinna öðrum störfum en þeir eru kosnir til.
Svo í annan tíma var alveg með eindæmum vinnubrögð sjálfstæðismanna, sem kunna ekki að vera í stjórnar andstöðu. Þeir héldu sömu ræðuna um einskisnýta hluti með svolítið breyttu orðalagi og aftur og aftur mátti maður hlusta á karp þeirra og málþóf, sem þeir notuðu til
að tefja málflutning og markvissa vinnu og einmitt í því ástandi sem þjóðfélagið okkar er nú
Þá eru vinnubrögð sjálfstæðismanna til skammar
ekki málefnaleg umræða til hagsbóta fyrir land og líð heldur karp um keisarans skegg.
Þingmenn mæta illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2009 | 13:43
Fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, bitur og reiður.
Jón Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins sá ástæðu til þess í pistli sínum á Útvarpi Sögu nú rétt áðan að henda skít og óhróðri, að mínu mati, í sína fyrrum félaga í Frjálslynda flokknum, sem sýnir biturð hans og vonbyggði yfir að hafa gengið úr Frjálslynda flokknum, til liðs við Sjálfstæðis flokkinn sem hafnaði honum gjörsamlega í prófkjörinu nú um helgina.
Jón Magnússon sá ástæðu til að fjalla um landsþing okkar í Stykkishólmi sem fór fram á mjög góðan og gleðilegan hátt, Þar voru yfir 100 manns og fjölmargir sem komust ekki vegna veðurs sem hefðu heldur ekki komist til Reykjavíkur þó að þingið hefði verið haldið þar.
Formaður flokksins Guðjón Arnar Kristjánsson var endurkjörin með algjörum meirihluta, það var kosin nýr varaformaður Ásgerður Jóna Flosadóttir líka með afgerandi niðurstöðu, nýr ritari var kosin. Forysta flokksins er með algjöru nýju yfirbragði og vænti ég mikils af þessum nýju kraftmiklu einstaklingum í stjórn flokksins.
Miðstjórn flokksins var svo til algjörlega endurnýjuð, og það er meir en hægt er að segja um núverandi flokk Jóns Magnússonar. Engar breytingar sömu sauðtryggu einstaklingarnir til forystu þar.
En Jón Magnússon gat ekki óskað nýrri forystu til hamingju, ekki heldur sinni fyrrum samstarfskonu, sem kom úr "Nýju afli", heldu reyndi hann á mjög ómerkilegan hátt, að mínu mati, að kasta rýrð á flokkinn og forystu hans sem og á landsþing okkar.
En merkilegt er að Jón Magnússon talar enn eftir stefnumálum okkar, svo hann hefur enn ekki slitið naflastrenginn, eins og ég benti honum á inni á Alþingi. Hjarta hans er með okkur, ekki Sjálfstæðis flokknum.
Verði Jóni að góðu að hafa horfið yfir til andstæðingsins "Sjálfstæðiflokksins " sem hann hefur hatast við í fjölmörg ár. Það er alltaf leiðinlegt þegar lúserar reyna á ómaklegan hátt að fínna nýja blóraböggla til að leyna vonbyggðum sínum yfir sinni eigin fljótfærni og vitleysu.
En ég óska Jóni Magnússyni alls góðs á nýjum vettvangi hann hefur nóg að gera með að reyna að breyta Sjálfstæðisflokknum af villu síns vegar, flokknum sem með öðru kom þjóðfélaginu á hausinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.2.2009 | 17:24
Ég varð við áskorun stjórnar Landsambands kvenna í Frjálslyndaflokknum og frá fjölda fólks.
Ég tók þá ákvörðun að bjóða mig fram í 2. sæti á lista Frjálslynda Flokksins í Norð- Vesturkjördæmi um svipað leiti og áskorun stjórnar Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum barst mér til eyrna, hvatning þeirra sem og fjölmargra annarra sem hafa haft samband við mig, eftir að ég tók sæti á Alþingi í fjarvist formanns flokksins, Guðjóns Arnar Kristjánssonar.
Fyrir það þakka ég einlæglega alla vinsemdina og stuðninginn.
Ég er mjög þakklát formanninum fyrir að gefa mér þetta tækifæri, og til að sýna aðra vídd og breidd á flokknum okkar. Mér skilst að ég hafi staðið mig mjög vel og hafi vakið athygli fyrir ræður mínar á þessum vettvangi, og bættist þessi reynsla í safnið sem fyrir var í pólitísku starfi mínu og lífi, á yfir 30 ára ferli á ýmsum sviðum í félagsmálum og pólitík.
Ég gef kost á mér í 2. sætið bæði til að fylgja eftir stefnumálum Frjálslynd flokksins, sem eru alveg frábær og geta höfðað til allra sem vilja réttlæti í þjóðfélaginu, sem og að sýna alþjóð að reynsla kvenna innan flokksins er bæði mikil og þörf í því pólitíska litrófi sem þjóðin kallar eftir.
Þjóðin vill bæði kynin til starfa á hinu háa Alþingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.1.2009 | 23:15
Fer Þirnirós ekki að vakna, eða sefur hún áfram svefninum langa, hvar endum við þá?
Maður spyr sig dag eftir dag hvaða siðferði fer þessi ríkisstjórn eftir eða fer hún ekki eftir neinu siðferði? Hvers vegna situr þetta fólk enn við stjórnvölin? Ekki upplýsa þau þjóðina um stöðu mála eða hvað þau telja sig vera að gera?
Ræðumaður á fundi í Háskólabíó "Weid", var svo lánsamur!að fá eftir ádeilur sínar á ríkisstjórn, fjármálaeftirlit, seðlabankastjóra og bankana, fund með ráðamönnum þjóðarinnar til að upplýsa hann um stöðu mála á Íslandi!!! En við almúginn?
En hverjum af þessum ráðamönnum í "svokallaðri ríkisstjórn Íslands" hefur dottið í hug að svo mikið sem segja almenningi í landinu hvernig málin standa, eða láta sér detta til hugar að með því að upplýsa almenning um hvernig þjóðin stendur raunverulega, fjárhagslega ,er þetta þjóðargjaldþrot? Eða hvar stöndum við? Enginn trúir svörum Geirs lengur.
Hvað ætla menn að gera til hjálpar almenningi? Hvað með heimilin í landinu? Og hvað með unga fólkið okkar? Forsætisráðherra sýnir þjóðinni aftur og aftur hroka og fyrirlitningu í málflutningi sínum, ég hef allavega ekki skilið tón hans öðruvísi en hroka og sumir mundu orða það mannfyrirlitningu.
Samt er allt þetta fólk á framfærslu almennings í landinu við borgum þeim launin, eru þau að vinna fyrir framfærslunni frá almenningi, ég segi NEI, og svo bítur þetta fólk á Alþingi, út með skömminni að taka heilan mánuð í jólafríi, til að gera hvað? Upplýsa okkur almenning? Vera í sólinni á Kanarí eða hvað ? Maður spyr hvað er allt þetta fólk að gera? Hvaða svör eða upplýsingar fáum við almenningur.
Þessir hrokagikkir, sem saman standa að þessari ríkisstjórn skilja ekki reiði almennings eins og hún er í dag og versnar og versnar frá sl. hausti. Þeir telja sig geta lagað það sem þeir með orðum sínum og gjörðum eyðilögðu fyrir þjóðinni á sl. árum."Þjóðargjaldþrot" segja margir í dag.
Eru mennirnir veruleika- fyrtir, skilja þeir ekki ákall þjóðarinnar um að þessi ríkisstjórn og allt þetta fólk sem hefur valdið skaðanum á að víkja strax.
Fólk hrópar á réttlæti og kosningar, byltingu og burt með alla spillingar- aðila hvort svo heldur sem þeir eru í stjórnvaldinu, stjórnsýslunni, banka-eða fjármálageiranum og ekki síst í sjávarútveginum, þar sem öll spillingin hófst.
Fólk vill burt með spillinguna og vill að eigur auðmanna séu frystar hvar sem er í heiminum, þar til mál þeirra hafa verið rannsökuð ofan í kjölinn og allavega þar til hið sanna kemur í ljós hvort þeir hafa gert hlutina löglega eður ei. Peningarnir frystir á meðan, má vera að þeir séu þjóðareign.
Kvótann aftur til þjóðarinnar.
Kosningar strax.
Burt með ríkisstjórn Geirs Haarde og þá spillingu sem þrifist hefur í skjóli Sjálfstæðisflokks,Samfylkingar og Framsóknar.
Þjóðstjórn þarf að koma strax og getur kallað Interpol sér til fulltingis. Ekki veitir af!
Margir spyrja hvort hér á landi hafi verið framin landráð með öllum þessum gjörningum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.4.2008 | 17:31
Er ekki nóg komið!
Þingforseti tekur við mótmælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2008 | 12:18
Er manninum ekki sjálfrátt?
Undan farna mánuði, og reyndar ár, hef ég fylgst með Árna nokkrum Matthiesen, Fjármálaráðherra og verð sífellt meira undrandi og hneyksluð á framkomu hans, hroka og lítilsvirðingu við land og líð. Það virðist vera að maðurinn sjái ekki sín axasköft t.d. við ráðningu Þorsteins Davíðssonar,og t.d. málin á Reykjanesi, en þó keyrir um þverbak þegar Árni lítilsvirðir opinberlega Umboðsmann Alþingis, en maðurinn Árni Matthiesen er ekki bara einhver maður, hann er ráðherra í Ríkisstjórn Íslands og þar af leiðandi opinber persóna sem getur ekki leift sér hvað sem er, hann ætti að sjá sóma sinn í og biðja Umboðsmann Alþingis afsökunnar á orðum sínum og gjörðum, en nei nei Árni Matthiesen er svo hrokafullur að honum dettur ekkert slíkt í hug.
En hvað er Umboðsmaður Alþingis?
Hann er öryggisventill okkar borgarana á Íslandi og hefur einróma virðingu og viðurkenningu fyrir störf sín og við, ættum okkur litlar varnir gegn stjórnvaldinu og löggjafavaldinu ef hans nyti ekki við. Umboðsmaðurinn er réttaröryggi okkar landsmanna og við almenningur getum leitað til hans ef brotið er á rétti okkar. Hann er sem sé öryggisventill okkar.
Ég verð að taka ofan fyrir Sturlu Böðvarssyni forseta Alþingis (þó almennt hafi ég nú ekki haft mikið álit á honum sem stjórnmálamanni) Sturla er maður að meiri í mínum huga, fyrir að setja ofan í við Árna Matthiesen fyrir svör hans og aðdróttanir til Umboðsmanns Alþingis. Þar eina ferðina enn kemur ljóslega fram hroki og oflátungsháttur Árna, hann þarf ekki að biðjast afsökunar og þaðan af síður taka pokann sinn.
Ég skora á Alþingismenn að lýsa vantrausti á Árna Matthiesen fjármálaráðherra og fyrrum settan dómsmálaráðherra á Alþingi Íslendinga fyrir að vanvirða Íslenska þjóð , Alþingi og Umboðsmann Alþingis, ég vil sjá þingheim standa upp og lýsa vantrausti á slíkan mann, sem með gjörðum sýnum eykur vantrú fólks á Alþingi og alþingismönnum. Er ekki nóg komið, ég bara spyr?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2008 | 19:26
Stór sigur í "Mannréttindamáli" loksins, loksins.
Ég verð að segja að ég er undrandi á hve lítið hefur verið fjallað í opinberri umræðu um nýju lögin um almannatryggingar, sem voru afgreidd á síðasta degi Alþingis fyrir Páskafrí. Þar var afgreitt eitt af stóru málum sem öryrkjar hafa sérstaklega barist fyrir þ.e. afnám tekjutengingar við maka, það að tengja einstakling við maka hefur í mínum huga verið gróft mannréttindabrot.
En loksins, loksins hefur réttlætið ná að sigra, Það mætti svo sannarlega vera í fleiri málum. En þetta er þó að minnsta kosti fyrsti vísir í þá átt að leiðrétta kjör öryrkja og aldraðra.
Einstaklingar, þó þeir séu í hjónabandi hafa aldrei átt að vera einskonar viðhengi við maka það var mannréttindabrot í mínum huga. Til hamingju öryrkjar og aldraðir sem þetta ákvæði í nýju lögunum á við um og gefur ykkur (sjálfstæðið) persónufrelsi aftur.
Jóhanna Sigurðardóttir lofar fleirri leiðréttingum fyrir þessa hópa, við skulum vona að það standist ekki er seinna vænna að lagfæra réttar stöðu þessara hópa, og þó fyrr hefði verið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.6.2007 | 22:44
Guð láti gott á vita
Hörð gagnrýni á Hafró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2007 | 19:31
Þverpólitíst samráð? Hvenær var það til hjá Einari?
Sjávarútvegsráðherra: Stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.6.2007 | 14:12
Gleðilegan sjómannadag!
Í dag er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Ég óska öllum sjómönnum og sjómannskonum til hamingju með daginn. Megi blessun guðs fylgja ykkur og störfum ykkar um ókomna tíð.
Þetta hefur verið hátíðisdagur minnar fjölskyldu í yfir 40 ár og verður á meðan ég lifi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ragnheiður Ólafsdóttir
Bloggvinir
- agny
- malacai
- polli
- ormurormur
- asgerdurjona
- thjodarsalin
- bjarnihardar
- gattin
- eirikurbergmann
- gretarmar
- gretar-petur
- sarahice
- gudjonbergmann
- gudnym
- hallgrimurg
- helgatho
- hlynurh
- maple123
- mediumlight
- ieinarsson
- jakobk
- kreppan
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- kiddip
- lydurarnason
- martagudjonsdottir
- olafiaherborg
- solir
- businessreport
- ranka
- einherji
- siggith
- sigurjonth
- saethorhelgi
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar