Gleðilegt sumar!

Ágætu bloggvinir og vandamenn!

Nú er dagur að kveldi komin síðasti vetrardagur, veturinn hefur verið rysjóttur í öllum mögulegum skilningi, ekki bara veðurfarslega. Heldur hefur heimurinn hrunið, í hugum fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna og þjóðin er hreinlega í einum kvíðahnút.  Hvað er framundan?  Þann 25. april n.k.  kosningadaginn, þá kviknar nýtt tungl svo að þessir tveir dagar þangað til, verða uppfullir af spennu og ýmsum uppákomum og ég yrði ekki hissa þótt ýmis úrslit kæmu á óvart og eitt er víst að enginn veit ennþá hvernig útkoman verður. En allt vex með tunglinu eins og þjóðtrúin segir.  Hér Akranesi og í nærsveitum  frýs vetur sennilega ekki saman, en samkvæmt gamalli þjóðtrú vissi það á gott sumar.

Veturinn er að verða liðin og sumarið framundan.  Vonandi með blóm í haga fyrir okkur almenning.

En það þarf mikið til, allavega að gefa ýmsum stjórnmálamönnum gott og langt frí og endurskoða allar forsendur til uppbyggingar á atvinnulífinu og fyrir fjölskyldur og heimili hér á landi. 

Svo nú er að bretta upp ermar og vinna sig út úr vandanum á þann hátt að það komi sem flestum til góða.  Svo nú með sumrinu lyftist brúnin vonandi á okkur og við stöndum saman og gerum okkar besta úr stöðunni.  

Veiðum fisk úr sjó það hefur verið lifibrauð okkar íslendinga  frá landnámstíð, svo sjórinn hefur verðið Gullkistan okkar eins og alltaf.  Með því að veiða 100 þúsund tonn í viðbót, látum við ekki sjálfstæðismenn stjórna og kúa okkur til hlýðni eins og ég upplifi, að þeir  hafi komið fram við landslið undanfarin 18 ár með dyggri aðstoð LÍÚ og sægreifunum. 

Sjálfstæðismenn hafa verið okkar lénsherrar,  og LÍÚ hefur hjálpað þeim á ýmsan hátt að mínu mati  sl. ár og aðeins gæðingar hafa fengið að koma að kjötkötlunum og þess vegna er öll siðspillingin og hrokinn hjá þeim að koma upp á yfirborðið smbr. styrkirnir til stjórnmálamanna og flokka og örugglega er mikið eftir enn sem á eftir að koma fram.

Hvað hafa útgerðarfélögin eða LÍÚ borgað til flokkanna?(Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Samfylkingar).

 Hvað skyldi það nú vera mikið í gegnum tíðina? 

 Gömul máltæki segja:

 "Dramb er falli næst " / " Margur verður að aurum api"

"Það er ekki hægt að búa til silkipoka úr svínseyra"

 Við í Frjálslyndaflokknum tókum ekki þátt í þessum Hrunadansi og eigum engan þátt í þessari spillingu eða hruni þjóðfélagsins.  Við viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar fyrir fólkið í landinu og án efa er Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður einn ötulasti talsmaður  fólksins og atvinnuveganna og fylgir eftir og hefur haft  frumkvæði að góðum málum til hagsbóta fyrir landslíð.

 Veitið kempunni Guðjóni Arnari Kristjánssyni atkvæði ykkar á kjördag það yrði þjóðinni til góðs.

XF á kjördag

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ragnheiður Ólafsdóttir

Höfundur

Ragnheiður Ólafsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir

 

Fædd á Bíldudal, alin upp í Stykkishólmi, bý á Akranesi.

Allt sem snýr að jafnrétti/ mannréttindum.

Sjávarútvegsmálum. Lífið er jú pólitík.

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Við Skorradalsvatn
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, listakonan mín
  • Amma með Ragnheiði og Kristrúnu Söru og Pascal
  • S0lvi og afi Palli sem er að verða 90 ára 1. júní n.k.
  • Heiðrún Ýr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband