3.4.2009 | 12:40
Grafa sína eigin gröf
Sjálfstæðismönnum er ekki sjálfrátt þessa dagana, að hefta framgang þeirra mála sem þeir þykjast leggja mesta áherslu á eins og um álver í Helguvík, með málþófi sínu. Maður bara spyr vill þjóðin þessa skrumskælingu á málfrelsinu?
Rætt um fundastjórn þingsins í klukkustund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ragnheiður Ólafsdóttir
Bloggvinir
- agny
- malacai
- polli
- ormurormur
- asgerdurjona
- thjodarsalin
- bjarnihardar
- gattin
- eirikurbergmann
- gretarmar
- gretar-petur
- sarahice
- gudjonbergmann
- gudnym
- hallgrimurg
- helgatho
- hlynurh
- maple123
- mediumlight
- ieinarsson
- jakobk
- kreppan
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- kiddip
- lydurarnason
- martagudjonsdottir
- olafiaherborg
- solir
- businessreport
- ranka
- einherji
- siggith
- sigurjonth
- saethorhelgi
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvort er mikilvægara atvinnulífið og fólkið í landinu eða hraðsuðu breytingar á stjórnarskránni sem allir fræðimenn landsins eru á móti?
Fannar frá Rifi, 3.4.2009 kl. 12:59
Þetta er nú meiri vandlætingin í sjöllum landsins. Þeir eru orðnir svo veruleikafirrtir að þeir sjá ekki mun á kúk og skít. En verði þeim að góðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2009 kl. 13:09
Þetta snýst ekki um hraðsuðu breytingar á stjórnarskránni eins og Fannar frá Rifi orðar það. Heldur hafa sjálfstæðismenn sýnt sitt rétta andlit um að vilja ekki kvótann í þjóðareign í stjórnarskrá, eins og Illugi Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins kom með í umræðunni áðan. Ef að sjálfstæðismenn væru ekki í þessu málþófi þá væru löngu konar umræður um álver í Helguvík og fleiri atvinnuskapandi umræður. Fræðimennirnir sem Fannar talar um eru flestir áhangendur Sjálfstæðisflokksins og hafa styrkt hann með ráðum og dáð og nú eru sjálfstæðismenn hræddir um sitt skinn, og eru þess vegna í málþófi.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 3.4.2009 kl. 18:09
Sæl Ragnheiður.
Stjórnarskráin kveður á um útfærslu í formi laga og fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða er mjög skýr þar sem fiskimiðin eru nú þegar SAMEIGN íslensku þjóðarinnar.
Í mínum huga breytir það engu að setja það ákvæði í stjórnarskrá, meðan framkvæmd laga er ekki í lagi.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2009 kl. 22:45
Sæl Guðrún María!
Útgerðarmenn túlka þetta ekki sem sameign þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að fá sjávarauðlindina inn í stjórnarskrá.
Þá þarf ekki að láta mismunandi sjónarmið velkjast í vafa hver rétturinn er, hann er þjóðarinnar, ef það fer í stjórnarskrá.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 3.4.2009 kl. 23:08
Sæl Ragnheiður.
Ég sé ekki sérstaka nauðsyn þess að færa ákvæði í stjórnarskrá um fiskimiðin því það er nú þegar afar skýrt í lögum, þ.e. sameignarákvæði.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2009 kl. 23:35
Tilfærsla yfir í stjórnarskrá mun engu um breyta meðan framkvæmd laga er ekki að laganna hljóðan.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2009 kl. 23:36
Sæl og blessuð aftur Guðrún María!
Það er í 1. grein fiskveiðistjórnar laganna að fiskistofnarnir í kringum landið séu sameign þjóðarinnar, en útgerðarmenn vilja túlka lögin á annan hátt og þess vegna er að mínu mati nauðsynlegt að festa ákvæðið í stjórnarskrá Íslands til þess að eignaréttur útgerðamanna myndist ekki á auðlindinni, en það er það sem sjálfstæðismenn og útgerðamenn vilja.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 4.4.2009 kl. 00:21
Dettur þér í hug Ragnheiður að það myndi einhverju breyta að láta það standa eins og styttu í stjórnarskrá ?
Lögunum þarf að breyta ellegar hnekkja núverandi framkvæmd laganna.
Hér er um sýndarmennsku og loddaragang Framsóknarflokksins að ræða.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.4.2009 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.