Fer Þirnirós ekki að vakna, eða sefur hún áfram svefninum langa, hvar endum við þá?

Maður spyr sig dag eftir dag hvaða siðferði fer þessi ríkisstjórn eftir eða fer hún ekki eftir neinu siðferði? Hvers vegna situr þetta fólk enn við stjórnvölin? Ekki upplýsa þau þjóðina um stöðu mála eða hvað þau telja sig vera að gera?

Ræðumaður á fundi í Háskólabíó "Weid", var svo lánsamur!að fá eftir ádeilur sínar á ríkisstjórn, fjármálaeftirlit, seðlabankastjóra og bankana, fund með ráðamönnum þjóðarinnar til að upplýsa hann um stöðu mála á Íslandi!!! En við almúginn?

En hverjum af þessum ráðamönnum í "svokallaðri ríkisstjórn Íslands" hefur dottið í hug að svo mikið sem segja almenningi í landinu hvernig málin standa, eða láta sér detta til hugar að með því að upplýsa almenning um hvernig þjóðin stendur raunverulega, fjárhagslega ,er þetta þjóðargjaldþrot? Eða hvar stöndum við? Enginn trúir svörum Geirs lengur.

Hvað ætla menn að gera til hjálpar almenningi?  Hvað með heimilin í landinu?  Og hvað með unga fólkið okkar? Forsætisráðherra sýnir þjóðinni aftur og aftur hroka og fyrirlitningu í málflutningi sínum, ég hef allavega ekki skilið tón hans öðruvísi en hroka og sumir mundu orða það mannfyrirlitningu.

Samt er allt þetta fólk á framfærslu almennings í landinu við borgum þeim launin, eru þau að vinna fyrir framfærslunni frá almenningi, ég segi NEI, og svo bítur þetta fólk á Alþingi, út með skömminni að taka  heilan  mánuð í jólafríi, til að gera hvað? Upplýsa okkur almenning? Vera í sólinni á Kanarí eða hvað ? Maður spyr hvað er allt þetta fólk að gera? Hvaða svör eða upplýsingar fáum við almenningur.

 Þessir hrokagikkir, sem saman standa að þessari ríkisstjórn skilja ekki reiði almennings eins og hún er  í dag og  versnar og versnar frá sl. hausti. Þeir telja sig geta lagað það sem þeir með orðum sínum og gjörðum eyðilögðu fyrir þjóðinni á sl. árum."Þjóðargjaldþrot" segja margir í dag.

 Eru mennirnir veruleika- fyrtir, skilja þeir ekki ákall þjóðarinnar um að þessi ríkisstjórn og allt þetta fólk sem hefur valdið skaðanum á að víkja strax.

Fólk hrópar á réttlæti og kosningar, byltingu og burt með alla spillingar- aðila hvort svo heldur sem þeir eru  í stjórnvaldinu, stjórnsýslunni, banka-eða fjármálageiranum og ekki síst í sjávarútveginum, þar sem öll spillingin hófst. 

 Fólk vill burt með spillinguna og vill að eigur auðmanna séu frystar hvar sem er í heiminum, þar til mál þeirra hafa verið rannsökuð ofan í kjölinn og allavega þar til hið sanna kemur í ljós hvort þeir hafa gert hlutina löglega eður ei. Peningarnir frystir á meðan, má vera að þeir séu þjóðareign.

Kvótann aftur til þjóðarinnar. 

 Kosningar strax.

Burt með ríkisstjórn Geirs Haarde og þá spillingu sem þrifist hefur í skjóli Sjálfstæðisflokks,Samfylkingar og Framsóknar.

 Þjóðstjórn  þarf að koma strax og  getur kallað Interpol sér til fulltingis.  Ekki veitir af!

Margir spyrja hvort hér á landi hafi verið framin landráð með öllum þessum gjörningum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ragnheiður.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.1.2009 kl. 23:39

2 identicon

Sæl Heiða, hrædd er ég um að ýmis stjórnarskrárbrot hafi verið framin af þingmönnum undanfarin ár. Þó ekki væri nema með broti á þeirri reglu að þignmönnum beri að kjósa eftir eigin sannfæringu en ekki eftir því hvað flokkurinn vildi að yrði kosið.

Kær kveðja til ykkar beggja,

Kidda (Steinakerlingin)

Kidda (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan pistil Ragnheiður mín.  Já veistu mér finnst stórundarlegt að alþingismenn og ráðherrar skuli taka sér mánaðarfrí frá störfum mitt í hræðilegri krýsu, þeirri mestu sem dunið hefur á okkur.  Er nema von að við séum reið.  En nú er umhverfið allavega breitt, hvað sem verður, sjálfstæðismenn eru allavega farnir frá, það er léttir að því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ragnheiður Ólafsdóttir

Höfundur

Ragnheiður Ólafsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir

 

Fædd á Bíldudal, alin upp í Stykkishólmi, bý á Akranesi.

Allt sem snýr að jafnrétti/ mannréttindum.

Sjávarútvegsmálum. Lífið er jú pólitík.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Við Skorradalsvatn
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, listakonan mín
  • Amma með Ragnheiði og Kristrúnu Söru og Pascal
  • S0lvi og afi Palli sem er að verða 90 ára 1. júní n.k.
  • Heiðrún Ýr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband