Er ekki nóg komið!

Er nema von að fólki blöskri öll þessi óráðsía í þjóðfélaginu og allar þessar gengdarlausu hækkanir á landsmenn.  Ég er alveg sammála þessum mótmælum og vona að menn hætti ekki að mótmæla fyrr en árangur hefur náðst og verð á bensíni og olíu hefur lækkað stórlega. Vona að landsmenn rísi oftar upp og mótmæli eins og fólk með samstöðu, í Þýskalandi og Frakklandi t.d. þar sem bændur meir að segja henda káli og kartöflum á göturnar og gera þær ófærar. Þessi ríkisstjórn skilur ekkert og gerir ekkert nema í fulla hnefana, og lítið þýðir hjá Árna Matt að bjóða mönnum í kaffi, þvílíkt sull sem hann mundi bjóða uppá.
mbl.is Þingforseti tekur við mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Þór Atlason

Óráðsían er sú að eiga stóran fjórhjóladrifinn jeppa sem er ekki notaður í annað en innanbæjarsnatt og jú mótmæli gegn háu eldsneytisverði.

Óli Þór Atlason, 1.4.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Krizzi Lindberg

"Óráðsían er sú að eiga stóran fjórhjóladrifinn jeppa sem er ekki notaður í annað en innanbæjarsnatt og jú mótmæli gegn háu eldsneytisverði."
-Óli Þór Atlasson

Maður neitar því ekki að það er viss íronía í þessu ;p

Krizzi Lindberg, 1.4.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Jú auðvitað er óráðsían hjá mörgum, eftir höfðinu dansa limirnir, en er ekki mikil óráðsía hjá stjórnvöldum , hvað með eftirlaun ráðherra, þotuferð ráðherra með hirð á Nató fund, allt flakk forsætis- og utanríkisráðherra um allan heim, hvað með miljarðana sem fara í að ná sæti í öryggisráðinu? Væri ekki nær að ráherrar sætu heima og huguðu að fjármála ástandinu hér heima og skoðuðu áður en þeir fara að sækja um lán fyrir bankana, sem menn fengu næstum gefins og þeim bönkum, sem hafa arðrænt almenning með okurvöxtum og jafnvel komið fjármagni undan hver veit? Hvað með ofurlaun bankastjóra og þeirra næstráðendur? Er ekki hægt að skera þar niður svo um munar?Betra að gera ekki neitt en eitthvað sagði Geir Haarde í Kastljósi rétt áðan.  En sá kjarkur!!!

Ragnheiður Ólafsdóttir, 1.4.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnheiður jú það er löngu komið nóg.  Það er kominn tími til að við látum í okkur heyra sem þjóð ekki hvert upp á móti öðru heldur öll saman, gegn þessum kjötkatla lýð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ragnheiður Ólafsdóttir

Höfundur

Ragnheiður Ólafsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir

 

Fædd á Bíldudal, alin upp í Stykkishólmi, bý á Akranesi.

Allt sem snýr að jafnrétti/ mannréttindum.

Sjávarútvegsmálum. Lífið er jú pólitík.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Við Skorradalsvatn
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, listakonan mín
  • Amma með Ragnheiði og Kristrúnu Söru og Pascal
  • S0lvi og afi Palli sem er að verða 90 ára 1. júní n.k.
  • Heiðrún Ýr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband