3.6.2007 | 19:31
Þverpólitíst samráð? Hvenær var það til hjá Einari?
Sumir segja að batnandi mönnum sé best að lifa, ég er nú orðin það gömul að ég treysti ekki en einu einasta orði sem komið hefur frá munni þessa ráðherra. Hann hefur eins og fyrir síðastliðnar kosningar falið að mínu mati fyrir alþjóð mjög svarta skýrslu frá Hafró og um ástandið á Flateyri og víðar, til að ná í atkvæði á fölskum forsendum. Svo daginn fyrir sjómannadag þá má þessi skýrsla koma í dagsljósið, því að hann telur að í skjóli dagsins í dag "Sjómannadagsins"geti hann komið fram með einn blekkingarleikinn í viðbót, einhverja skýrslu sem hagfræðingar Háskóla Íslands hafa samið að hans sögn í heilt ár, hver borgar? Er það LÍÚ? Þjóðin hefur heyrt nóg frá slíkum skýrsluhöfundum,oftast almennt bull en ekki nein bjargráð. Allavega ekki fyrir fólkið í landinu. Hann veit hvað slík skýrsla inniheldur, nú þegar! Áframhaldandi kvótakerfi með öllu sínu sukki inniföldu. Þetta eru hans ær og kýr og ég á ekki von á að hann hafi breyst á einni nóttu í einhvern prins.
Sjávarútvegsráðherra: Stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ragnheiður Ólafsdóttir
Bloggvinir
- agny
- malacai
- polli
- ormurormur
- asgerdurjona
- thjodarsalin
- bjarnihardar
- gattin
- eirikurbergmann
- gretarmar
- gretar-petur
- sarahice
- gudjonbergmann
- gudnym
- hallgrimurg
- helgatho
- hlynurh
- maple123
- mediumlight
- ieinarsson
- jakobk
- kreppan
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- kiddip
- lydurarnason
- martagudjonsdottir
- olafiaherborg
- solir
- businessreport
- ranka
- einherji
- siggith
- sigurjonth
- saethorhelgi
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er nú einu sinni erfðarprins Heiða !
Níels A. Ársælsson., 3.6.2007 kl. 23:16
Það er margt í þessari pólutík,sem maður skilur engan vegin.Eitt er það,að Sjálfstæðisfl.skuli halda kjörfylgi sínu í langflestum sjávarbyggðum víðsvegar um landið.Er íbúar þessa byggða svo tengdir og undirgefnir kvótakóngunum,að þeir þora ekki að stíga fram?Þeir vita þó vel um alla svikamilluna og hafa gert hana að hluta til mögulega.Ég skil þetta ekki,kannski getur einhver upplýst mig um ástæður þessa.
Kristján Pétursson, 3.6.2007 kl. 23:33
Þessum mönnum er ekkert heilagt, jafnvel ekki þeirra eigin orð. En hræðsluáróður þeirra hefur virkað, en mun hann gera það áfram?
Ragnheiður Ólafsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:32
Þeir eru gjörsamlega búnir að rústa sínum trúverðugleika gagnvart mér. Ég hef skömm á þessum tveimur mönnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2007 kl. 19:24
Já margt breytist eftir kosningar hjá þessum herrum. En kjósendur láta alltaf glepjast. Auðvitað eiga kjósendur að vera farnir að þekkja þessa falsspámenn.
Dýrkeyptust allrar heimsku er að trúa heitt og innilega því sem augljóslega er ekki satt.
Jens Sigurjónsson, 4.6.2007 kl. 22:39
Sæl Ragnheiður.
Menn sem hingað til hafa ekki viljað taka tilmælum um nauðsynlega endurskoðun á grundvelli heilbrigðrar skynsemi , verða að gjöra svo vel að vinna úr málunum þegar allt er komið í óefni sem hugsast getur.
Þar uppskera menn eins og þeir sá.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.6.2007 kl. 03:58
Já það er nú svo að það er hægt að éta ofan í sig allan sannleika, ef hægt er að fá ráðherrastól að launum fyrir, hjá einstaka mönnum. En hvað verður svo með sálartetur þessa blessaða ráðherra Einars Kristinns, er líka hægt að kaupa sálina? Eða þarf hann ekki eins og aðrir að standa frammi fyrir skapara sínum? Og hvað þá ? og auðvitað þjóðinni í næstu kosningum.
Ekki minn höfuðverkur en ég er kanski bara að falast eftir að ráðamenn þessarar þjóðar vinni af heilindum fyrir fólkið og þjóðarbúið en ekki fyrir GULLKÁLFINN.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 7.6.2007 kl. 16:55
Eru kjósendur ekki ábyrgir í þessu máli. Þarf að trúa öllu sem sagt er þegar menn sjá dæmin fyrir framan sig eins og í kvótakerfinu? Það þarf ekki að segja mér að fólk sé heimskt -það bara vill hafa þetta svona .
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.6.2007 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.