Áskorun á Samgöngumálaráðherra, gjaldið burt af göngunum.

Er ekki komin tími til að fella niður gjaldið af Hvalfjarðargöngunum?  Þetta gjald hamlar byggðaþróun í NV kjördæmi og fólksaukning gæti aukist mikið hraðar ef ekkert gjald væri og þar með aukin þjónusta og ýmis störf kæmu byggðum til góða.  Þessi gjaldtaka var barn síns tíma en er nú til háborinnar skammar, ríkið á að taka skuldir yfir og við sem búum á þessu svæði eigum ekki að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar með auka skattlagningu, hvað sem svo líður öllum málatilbúnaði Spalarmanna og ríkisvaldsins.  Sturla Böðvarsson hafði ekki dug eða þor til að taka gjaldið af enda er búið að setja hann í sóttkví Sjálfstæðisflokksins . Hann gat ekki einu sinni staðið með sínum samflokksþingmanni Guðjóni Guðmundssyni um að fella niður gjaldið og hafi hann skömm fyrir og flokkur þeirra. Nú skora ég á nýjan Samgöngumálaráðherra að hafa það eitt af sínum fyrstu verkum að taka þetta gjald af og það helst strax. Allavega lofaði Guðbjartur Hannesson því fyrir kosningar að fella bæri niður gjaldið svo nýi ráðherrann er í sama flokki og Guðbjartur, svo loforðið verður hermt upp á þá.
mbl.is Spölur ehf. hagnast um 89 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Gangagjald á að vera innheimt jafnt í öllum jarðgöngum ef það á almennt að vera innheimt. Gjaldtaka í Hvalfjarðargöngunum er afsökuð með því að vegfarendur eigi val ,hvort þeir keyri fyrir fjörðinn eða stytti sér leið um göngin.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 2.6.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli hljóðið sé ekki breytt hjá S nú þegar þeir eru komnir á spenan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2007 kl. 16:29

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Annaðhvort allt eða ekkert Guðrún Magnea sammála.

Já Ásthildur mín það skildi nú ekki vera að Samfylkingin svíki þetta loforð líka eins og að taka okkur af lista staðfestra þjóða?

Ragnheiður Ólafsdóttir, 2.6.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Þetta veggjald hamlar byggðaþróun í NV kjördæmi?  Hvaða vitleysa er þetta.  Ertu þá að segja að fyrir göng, var byggðaþróun engin í NV kjördæmi?  Heldur þú virkilega að fólk hafi hætt við að flytja á Norðvesturland vegna gangnagjaldsins?? 

Er það ekki bara sjálfsagt mál að greiða í göngin?  Allar hraðbrautir á meginlandi Evrópu, fyrir utan Þýskaland bera veggjald.  Fólk hefur val um þjóðvegi eða hraðbrautir. 

Í Noregi greiðir fólk veggjald í öll göng og stórar brýr.  Veggjaldið yfir Eyrasundsbrúna er 245 DKK.  Hvað er að því að greiða þetta gjald?  

Svo er það ekki Ríkið sem á göngin. Þetta var einkaframkvæmd sem átti að greiðast niður á 20 árum, var það ekki?  Eftir það, mun Ríkið taka yfir, og þá verður forvitnilegt að sjá hvort gjaldi hverfi eða ekki.  Ráðherra getur ekki fellt niður þetta gjald, hvernig getur hann það þegar göngin eru tæknilega í tímabundinni eigu einkafyrirtækis?

Guðmundur Björn, 3.6.2007 kl. 16:28

5 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Halló

 "Gangagjald á að vera innheimt jafnt í öllum jarðgöngum ef það á almennt að vera innheimt."

Hvaða rök hafið þið fyrir þessu?  Mér finnst þetta fráleitt.  Ef Spölur er að hagnast verulega á rekstri ganganna hlýtur að koma upp sú krafa að gjaldið verði lækkað.  Varla var það ætlunin að fyrirtækið hefði þjóðina að féþúfu, þótt sjálfsagt væri að innheimta gjald fyrir kostnaði og fyrirhöfn við gangnagerðina og resktur meðan fyrirtækið sér um hann.

Bergþóra Jónsdóttir, 3.6.2007 kl. 16:37

6 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Guðmundur Björn!

Ég hef ekkert á móti gjaldtöku ef að allir borga jafnt í öllum göngum og á öllum nýframkvæmdum vega  á landinu. Réttlætið skal  ganga jafnt yfir alla. En mundu að þetta gjald gerir það að verkum af því að þetta er eini vegatollurinn á landinu sem fælir fólk frá að kaupa jafnvel húsnæði eða setjast að norðan ganga. Ætli fólk sem vinnur í Reykjavík þurfi ekki að afla tekna upp á 250-300 þúsund krónur á ársgrundvelli til að hafa fyrir göngunum og skatti til ríkisins + bensín kostnað, sem það borgar skatt af líka.  Réttlæti skal vera í reynd fyrir alla þig líka.

Takk Bergþóra sammála.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ragnheiður Ólafsdóttir

Höfundur

Ragnheiður Ólafsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir

 

Fædd á Bíldudal, alin upp í Stykkishólmi, bý á Akranesi.

Allt sem snýr að jafnrétti/ mannréttindum.

Sjávarútvegsmálum. Lífið er jú pólitík.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Við Skorradalsvatn
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, listakonan mín
  • Amma með Ragnheiði og Kristrúnu Söru og Pascal
  • S0lvi og afi Palli sem er að verða 90 ára 1. júní n.k.
  • Heiðrún Ýr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband