Gleðileg jól

Kæru vinir og vandamenn!

Ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsæls nýs árs

Megi blessun guðs fylgja ykkur inn í framtíðina.

Vona að ég verði duglegri á nýju ári í bloggheimum

Kveðjur Ragnheiður Ól


"Mæðradags stjórnin"

Já nú er komin ný ríkisstjórn, vinstristjórn , í fyrsta skipti í lýðveldissögunni.   Stofnuð á Mæðradaginn, alþjóðlegum degi, svo vonandi kemur hún til með að hugsa fyrst og fremst um öryggi fjölskyldna og heimila í landinu.  Vona að þessi ríkisstjórn hugsi í anda móður til barns um velferðina fyrir barninu ( þjóðinni í þessu tilviki) fyrst og fremst.

Vonandi að græðgi og spillingu verði útrýmt með þessari ríkisstjórn og að aðal græðgisvæðingunni sem hófst með kvótakerfinu verði útrýmt til frambúðar.  Ég óska þessari ríkisstjórn velfarnaðar og gef þeim tækifæri til að sýna sig og verk sín, segjum svona í 100 daga, svo sjáum við til hvernig til tekst hjá þeim.


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar!

Ágætu bloggvinir og vandamenn!

Nú er dagur að kveldi komin síðasti vetrardagur, veturinn hefur verið rysjóttur í öllum mögulegum skilningi, ekki bara veðurfarslega. Heldur hefur heimurinn hrunið, í hugum fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna og þjóðin er hreinlega í einum kvíðahnút.  Hvað er framundan?  Þann 25. april n.k.  kosningadaginn, þá kviknar nýtt tungl svo að þessir tveir dagar þangað til, verða uppfullir af spennu og ýmsum uppákomum og ég yrði ekki hissa þótt ýmis úrslit kæmu á óvart og eitt er víst að enginn veit ennþá hvernig útkoman verður. En allt vex með tunglinu eins og þjóðtrúin segir.  Hér Akranesi og í nærsveitum  frýs vetur sennilega ekki saman, en samkvæmt gamalli þjóðtrú vissi það á gott sumar.

Veturinn er að verða liðin og sumarið framundan.  Vonandi með blóm í haga fyrir okkur almenning.

En það þarf mikið til, allavega að gefa ýmsum stjórnmálamönnum gott og langt frí og endurskoða allar forsendur til uppbyggingar á atvinnulífinu og fyrir fjölskyldur og heimili hér á landi. 

Svo nú er að bretta upp ermar og vinna sig út úr vandanum á þann hátt að það komi sem flestum til góða.  Svo nú með sumrinu lyftist brúnin vonandi á okkur og við stöndum saman og gerum okkar besta úr stöðunni.  

Veiðum fisk úr sjó það hefur verið lifibrauð okkar íslendinga  frá landnámstíð, svo sjórinn hefur verðið Gullkistan okkar eins og alltaf.  Með því að veiða 100 þúsund tonn í viðbót, látum við ekki sjálfstæðismenn stjórna og kúa okkur til hlýðni eins og ég upplifi, að þeir  hafi komið fram við landslið undanfarin 18 ár með dyggri aðstoð LÍÚ og sægreifunum. 

Sjálfstæðismenn hafa verið okkar lénsherrar,  og LÍÚ hefur hjálpað þeim á ýmsan hátt að mínu mati  sl. ár og aðeins gæðingar hafa fengið að koma að kjötkötlunum og þess vegna er öll siðspillingin og hrokinn hjá þeim að koma upp á yfirborðið smbr. styrkirnir til stjórnmálamanna og flokka og örugglega er mikið eftir enn sem á eftir að koma fram.

Hvað hafa útgerðarfélögin eða LÍÚ borgað til flokkanna?(Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Samfylkingar).

 Hvað skyldi það nú vera mikið í gegnum tíðina? 

 Gömul máltæki segja:

 "Dramb er falli næst " / " Margur verður að aurum api"

"Það er ekki hægt að búa til silkipoka úr svínseyra"

 Við í Frjálslyndaflokknum tókum ekki þátt í þessum Hrunadansi og eigum engan þátt í þessari spillingu eða hruni þjóðfélagsins.  Við viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar fyrir fólkið í landinu og án efa er Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður einn ötulasti talsmaður  fólksins og atvinnuveganna og fylgir eftir og hefur haft  frumkvæði að góðum málum til hagsbóta fyrir landslíð.

 Veitið kempunni Guðjóni Arnari Kristjánssyni atkvæði ykkar á kjördag það yrði þjóðinni til góðs.

XF á kjördag

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn


Hvurs konar endemis bull og vitleysa , sem fólki er boðið uppá !

Er nú komin enn einn áróðurinn frá LÍÚ mönnum sem bera fyrir sig ungt fólk í sjávarútvegi.  Er þetta unga fólk á mála hjá sínum yfirboðunum eða er þetta lénsveldið í allri sinni ljótustu mynd?  Að nota ungt fólk sem er kannski sumt hvert er, erfingjar eða eigendur að kvóta, eða jafnvel leiguliðar? Það er ljótt.

Útgerðin hefur  í raun haft  einungis afnotarétt  af auðlindinni.  Sá skelfilegi óréttur sem lýsir sér í braskinu með auðlindina leigu, og sölu  með óveiddan fisk í sjó er, að mínu mati siðlaus kannski löglegur gjörnngur, sem ég vil láta liggja milli hluta, en algjörlega "SIÐLAUS"

En að halda því fram að 32,000 fjölskyldur komist í uppnám út af því að auðlindirnar  fari í stjórnarskrá það er með eindæmum sá málflutningur sjálfstæðismanna sem eru nú í algjörri örvæntingu með sinn málflutning  HRÆÐSLUÁRÓÐUR !!!!

Heldur þetta fólk að fiskur verði ekki veiddur við Íslands strendur í framtíðinni.? 

Heldur þetta fólk að fiskur verði ekki unnin hér á landi?

Hversu margir einstaklingar og fjölskyldur hafa misst atvinnuna og heimili sín á landsbyggðinni vegna kvótans?

Vilja þessir áhugamenn um fjölskyldur landsins svara því ? Eða er þetta bara áhugamennska um sumar fjölskyldur?

Ætli það hafi ekki verið meiri blóðtaka heldur en þeir kunna að reikna? 

Allavega sést það  í hverju einasta bygðarlagi  landsins hvernig kvótinn hefur leikið byggðirnar.

Hvað halda sjálfstæðismenn að fólkið í landinu sé ? Allir vitleysingar eða hvað?  Þeir ættu að skammast sín fyrir gjörðir sínar og nú ekki síst málflutning sinn sem hefur verið hreint með eindæmum. Það var  aðalega á þeirra vakt sem allt hrundi til .......


mbl.is Segja fyrningu aðför að 32 þúsund fjölskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg óskammfeilni Sjálfstæðismanna í andstöðu við yfir 80% þjóðarinnar

Það er hreint með eindæmum hvernig sjálfstæðismenn, á Alþingi leifa sér að traðka á lýðræðinu eins og þeir hafa gert í þingsölum upp á síðkastið, með málþófi til að hindra að auðlyndir þjóðarinnar komist sem þjóðareign í stjórnarskrá.  Þar sýna þeir sitt rétta andlit að þeir eru múlbundnir að mínu mati af LÍÚ sægreifunum, sem hafa miskunnarlaust notað ýmis brögð með fjármagni sínu til að ríghalda í kvótann þó svo allir sem vilja vita að yfir 80% þjóðarinnar vilja afnema þetta kerfi ranglætis og spillingar.  Upphaf spillingarinnar hófst með kvótakerfinu, frjálsu framsali og veðsetningu  á aflaheimildum og í kjölfar þess þegar sægreifarnir tóku út miljarða á miljarða ofan til einkanota liggur mér við að segja.Villur á Spáni,Portúgal, Grikklandi og í Bandaríkjunum, peningar á Camaneyjum í felum og víða um heim.  Þá byrjaði spillingin sem hefur síðan tröllriðið þjóðfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn með Framsókn eiga ásamt Samfylkingunni stærstan þátt í hvernig komið er fyrir þjóðfélaginu.  Eru það þessir spillingaflokkar sem við viljum kjósa yfir okkur aftur. Í mínum huga NEI og aftur Nei.

Setjum X við F á kjördag

flokk sem hefur á engan þátt í  spillingunni og hruninu.


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manni getur flökrað !!!

"Sjálfstæðisflokkurinn hefur heiðarleika að leiðarljósi"seigir Einar Kristinn Guðfinnsson á bloggsíðu sinni, og það hafi verið augljós mistök að taka við ofurstyrkjum FL Group og frá Landsbankanum, með því að endurgreiða þessa styrki og að framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sagði af sér,  og fyrrverandi formaður segist axla ábyrgð, þá hafi flokkurinn tekið á málum af myndarskap og heiðarleika.

Heldur veslings maðurinn að þeir geti fengið syndaaflausn á þessu bulli og heldur Einar Kristinn  að fólk trúi þessu yfirklóri þeirra? 

Manni bara flökrar og það á sjálfan Páskadag að maðurinn skuli setja þetta fyrir alþjóð að sjálfstæðismenn hafi heiðarleikan að leiðarljósi. 

Ekki hefur mér fundist að Einar Kristinn hafi gert það með kosningaloforðum sínum undanfarnar kosningar, að hann hafi haft sannleikann og heiðarleikan að leiðarljósi.

Ég trúi því ekki að fólkið í landinu sjái ekki í gegnum þennan blekkingarleik þeirra.  Kjósendur vita sínu viti.

Ætli heiðarleikinn felist í kvótakerfinu?

Byrjaði ekki spillingin þar?

Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega aldrei upplýst þessi mál nema af því að FL Group fór á hausinn og bankahrunið varð. 

Hvar er heiðarleikinn Einar Kristinn?


mbl.is „Augljós mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafa sína eigin gröf

Sjálfstæðismönnum er ekki sjálfrátt þessa dagana, að hefta framgang þeirra mála sem þeir þykjast leggja mesta áherslu á eins og um álver í Helguvík, með málþófi sínu.  Maður bara spyr vill þjóðin þessa skrumskælingu á málfrelsinu?
mbl.is Rætt um fundastjórn þingsins í klukkustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg umræða,kosninga titringur.!!!!

Nú er á Alþingi Íslendinga umræða um störf forseta Alþingis,  Ótrúlegt að sjálfstæðismenn skuli falla í þann fúlapytt að trufla störf Alþingis með ótrúlegri skammfeilni eins og þingið gekk fyrir sig til kl. að verða 3 sl. nótt, rökræður sjálfstæðismanna hvorn við annan um  mál sem þeir voru sammála um og eining var samstaða um í þinginu, sem urðu að lögum í morgunn ."Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi"

Hvað kallast svona vinnubrögð? Að mínu mati óþolandi og ólíðandi .

Ég horfði upp á ýmislegt skrautlegt,á meðan ég sat inni á Alþingi Íslendinga, í fjarveru Guðjóns Arnars Kristjánssonar, sem varaþingmaður,

en eins og ég horfi nú á sjónvarpsútsendingu frá Alþingi þá er ég hneyksluð og reið, slæmt var það þá, en verra er það núna.  Svona viljum við ekki að alþingismenn misbjóði umbjóðendum sínum í því ástandi sem þjóðfélagið er nú.  Viljum við að sjálfstæðismenn setji störf Alþingis svo niður og þar með störf pólitískra umbjóðenda  þjóðarinnar. Er það svona sem við viljum sjá Alþingi Íslendinga starfa.  Er nema von að þjóðinni blæði ? Hvar endar þetta allt ef svo heldur áfram.

Núna er röflað vegna fundarstjórnar forseta, og kemur hver sjálfstæðismaðurinn á fætur öðrum og kvartar yfir því að þau fá ekki forgang á mál í 9. lið, heimild til samninga um álver í Helguvík, í staðin fyrir "Stjórnskipunarlög" ( stjórnlagaþing,náttúruauðlindir í þjóðareign og þjóðaratkvæðagreiðslur).

Þetta mál er eitt af þeim sem málum sem þjóðin hefur kallað eftir en sjálfstæðismenn vilja ekki að auðlindir þjóðarinnar verði þjóðareign, heldur vilja þeir eins og Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sagði á landsfundi þeirra um síðustu helgi. Tilvitnun "Vill Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarauðlindinni" Þar með segir þingmaðurinn að Sjálfstæðisflokkurinn eigi og geti stjórnað sjávarauðlindinni og rástafað henni að vild.  Er þetta það sem þjóðin vill? 

Við í Frjálslindaflokknum viljum að allar auðlindir þar á meðal sjávarauðlindir séu í eign fólksins í landinu ekki SÆGREIFA sjálfstæðisflokksins.

Þið skulið spyrja ykkur að því hvort þið viljið raunverulega styðja Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi setu í ríkisstjórn liðveldisins eftir 18. ára stjórnarsetu? 

 Hvernig er ástand þjóðarinnar eftir allan þennan tíma?

Hver svari fyrir sig.

Mitt svar er, gefum sjálfstæðisflokknum frí í langan tíma. 

Aldrei að gefa auðlindir þjóðarinnar til örfárra einstaklinga. 

Aldrei aftur misnotkun á þjóðareign. 

Aldrei aftur mannréttindabrot.


mbl.is Vilja taka önnur mál framfyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Göngum hreint til verks" !!!!!

Göngum hreint til verks var yfirskrift á landsfundi sjálfstæðismanna nú um helgina.  Kolkrabbinn er komin aftur, það fer ekki á milli mála, nú skal halda áfram að láta þjóðina blæða og eikavinavæðinguna þrífast sem aldrei fyrr, ef þeir komast til valda aftur,þá ganga þeir hreint til verks.  Ég spyr  hafa þeir ekki gert nóg af axarsköftum síðastliðin 18 ár?

 Já það verður að segjast, að með því að hleypa Davíð Oddsyni í pontu á þinginu, gekk hann hreint til verks með því að fá allt klappliðið til að hylla sig með allt það orðaflóð  sem kom frá bitrum og reiðum manni, manni sem setur sig í samlíkingu við krossfestingu Krists. 

Veit ekki hvort hann vonast líka eftir að verða settur í dýrlingatölu, eftir krossfestinguna.  En það sem undrar mig mest er að allir landsfundar fulltrúar létu blekkjast af orðaflaumnum kannski dáleiddi hann allan salinn, sem stóð upp og klappaði fyrir Davíð í tíma og ótíma svo klappaði það fyrir Geir þegar hann setti ofaní við Davíð út af Villa og 80 öðrum sjálfstæðismönnum sem sömdu naflaskoðunar skýrsluna fyrir flokkinn.   En flokkurinn var búin að samþykkja skýrsluna einróma og klappa fyrir.

Klappliðið, klappaði svo fyrir sjálfu sér og beit þar með skömmina úr hattinum, af vitleysunni.

Ræða Davíðs verður honum til ævarandi skammar og flokknum líka en það er þeirra mál.  "Skrípaleikur"  Ég spyr á hvern var Davíð að skjóta með mynnisleysinu?  Á  seðlabankastjórann nýja eða mynnisleysi sjálfstæðismanna?


Ólíðandi vinnubrögð hjá stjórn HB Granda

Hvað eru mennirnir að hugsa í stjórn HB Granda er þeim ekki sjálfrátt?  Eða eru þeir enn í græðisvæðingunni, halda þeir virkilega að fólkið í landinu líði lengur svona vinnubrögð, að ausa peningum í formi arðgreiðslna í sjálfa sig en verkafólkið má greinilega að þeirra mati, éta það sem úti frís.  Hroki þeirra ríður ekki við einteiming.
mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ragnheiður Ólafsdóttir

Höfundur

Ragnheiður Ólafsdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir

 

Fædd á Bíldudal, alin upp í Stykkishólmi, bý á Akranesi.

Allt sem snýr að jafnrétti/ mannréttindum.

Sjávarútvegsmálum. Lífið er jú pólitík.

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Við Skorradalsvatn
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, listakonan mín
  • Amma með Ragnheiði og Kristrúnu Söru og Pascal
  • S0lvi og afi Palli sem er að verða 90 ára 1. júní n.k.
  • Heiðrún Ýr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband